Tilnefnd til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna

Tóm eftir Spessa

TÓM er ljósmyndabók eftir Sigurþór „Spessa“ Hallbjörnsson. João og Fernanda hjá Kakkalakki Studio hönnuðu en bókin hefur fengið tvær tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025, bæði fyrir bókarhönnun og kápu. „Framúrskarandi bókverk þar sem hvert smáatriði er úthugsað,“ segir í dómnefndaráliti. Bókin inniheldur um 100 myndir teknar í Öræfunum og formála eftir Ófeig Sigurðsson, rithöfund. 152 bls.

TÓM is a photography book by Spessi, who is one of Iceland’s most important visual chronologers. João and Fernanda at Kakkalakki Studio designed the book, which has received two nominations for the Icelandic Book Design Awards 2025, both for book design and cover.
The book contains 100 images taken in Öræfi, a mountainous and glacial area located in southeastern Iceland, within Vatnajökull National Park. Foreword by Ófeigur Sigurðsson, Icelandic writer and poet. 152 pages.

Lækkað verð/Price: 12.500 kr.

Áður/Before: 13.790 kr.





Kaupa/Buy Now

Ritröð KINDAR - áskrift

Fyrstu þrjár bækurnar

KIND kemur þér á óvart að minnsta kosti tvisvar á ári með útgáfu ritraðar sinnar. Þar munu koma út skáldrit, fræðirit og sannsögur af ýmsu tagi eftir íslenska höfunda. Fyrsta bókin er Bakgrunnurinn eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur, Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður fjallar svo um handritamálið í pólitísku samhengi í bók nr. 2 og sú þriðja er safn greina eftir Ástráð Eysteinsson prófessor sem nefnist Á bókmenntarófinu. Tvær þær síðarnefndu koma út á næsta ári en bók Öldu Bjarkar er komin út. Ritröðin er hönnuð af Birnu Geirfinnsdóttur og Arnari Frey Guðmundssyni hjá Studio studio.

Með því að kaupa fyrstu þrjár bækurnar skráir þú þig í áskrift að ritröðinni. Bækurnar verða sendar áskrifendum í pósti. Framvegis verður sendur reikningur fyrir nýjum bókum þegar þær koma út. Hægt er að segja upp áskrift með tölvupósti hvenær sem er á kind@kindutgafa.is.

Verð: 21.900 kr. Sendingarkostnaður innifalinn.

Kaupa

Alda Björk: Bakgrunnurinn

Ritröð KINDAR I

Ljóðabókin Bakgrunnurinn fjallar um umbreytingaskeið í lífi einstaklingsins og náttúrunnar. Ljóðin lýsa því sem við hverfum frá, skiljum eftir okkur og um leið því sem er væntanlegt. Ljóðin fjalla um árstíðaskiptin, persónulegan og almennan missi. Þau fást við dauðleika okkar, glötuð tækifæri, ástina, tengslalöngun okkar og tengslaskort, vorið sem kemur og fer en snýr þó aftur í ljóðunum.

Verð: 5.900 kr.

Kaupa

Gunnar Hansson - arkitektinn og verk hans

Bók eftir pétur h. ármannsson

Gunnar Hansson (1925 – 1989) var einn af þeim arkitektum sem ruddi nýjum áherslum leið inn í húsbyggingar og hverfisskipulag hérlendis. Pétur H. Ármannsson skrifar um feril og verk Gunnars og skoðar þau í samhengi alþjóðlegs arkitektúrs um leið og hann varpar ljósi á ævi hans og samtíma. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Gunnars, auk fjölda húsateikninga arkitektsins sjálfs. Bókin er á íslensku og ensku. 224 bls.

Gunnar Hansson (1925 – 1989) was one of the architects who paved the way for new approaches in building construction and urban planning in Iceland. Pétur H. Ármannsson writes about Gunnar's career and works, examining them in the context of international architecture while shedding light on his life and contemporary era.

Lækkað verð/Price: 12.500 kr.

Áður/Before: 13.790 kr.

Kaupa/Buy Now
1 of 5

Steinunn Þórarinsdóttir: Maður

Veglegt yfirlitsrit um list Steinunnar Þórarinsdóttur. Bókin inniheldur myndir af öllum helstu verkum Steinunnar, auk þess sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um listferil hennar og verk frá fjölbreyttum sjónarhornum. Snæfríð Þorsteins hannaði. Bókin inniheldur um 250 myndir af verkum Steinunnar, auk annarra mynda frá ferli hennar. 332 bls.

Lækkað verð/Price: 13.900 kr.

Áður/Before: 15.900 kr.





Kaupa

Steinunn Thórarinsdóttir: Human

A new and impressive book about the art of Steinunn Thórarinsdóttir. The book contains images of all the major works of Thórarinsdóttir, as well as discussions from both Icelandic and international experts about her artistic career and works from various perspectives. Designed by Snæfríð Þorsteins. The book contains 250 images of Steinunn's works, along with other photos from her career. 332 p.

Price: $109 ǀ 13.900 kr

Before: $119











Buy Now

Guðrún Bergsdóttir

Hugarheimar er bók um útsaumslistakonuna Guðrúnu Bergsdóttur. Guðrún var fædd árið 1970 og lést í janúar 2024. Hún var fædd með fötlun sem setti mark sitt á líf hennar en hindraði hana þó ekki í að gera einstök útsaumslistaverk þar sem flæða saman litir og form, sprottin úr hennar hugarheimi. Bókin inniheldur myndir af verkum Guðrúnar, auk greina um verk hennar og feril eftir Aðalstein Ingólfsson, Margréti M. Norðdahl og Eggert Pétursson. Harpa Björnsdóttir ritstýrði og Ármann Agnarsson hannaði. 128 bls.

Verð/Price: 8.600 kr.





Kaupa/Buy Now

Einar Falur Ingólfsson

Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti. Jón Kalman Stefánsson ritar formála og Einar Falur inngang. Einnig er birt ljóð eftir Anne Carson um veðrið í Stykkishólmi. Sigrún Sigvaldadóttir hannar ásamt höfundi. 400 bls.

Verð/Price: 9.500 kr.

Áður/Before 15.485 kr.

Kaupa/Buy Now

Eggert Pétursson

Bók um Eggert Pétursson sem inniheldur 109 myndir af málverkum listamannsins og greinar um verk hans, ævi og feril. Fáanleg á íslensku og ensku.

A book about the Icelandic artist, Eggert Pétursson, containing 109 images of the artist's paintings and essays about his work, life, and career. Available in Icelandic and English.

Verð/Price: 10.900 kr

Áður/Before: 17.205

Kaupa/Buy Now

Hlynur Pálmason

Harmljóð um hest eftir Hlyn Pálmason inniheldur 80 ljósmyndir sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni. Verkið er „sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands“, eins og höfundur kemst að orði. Fáanleg á íslensku og ensku. Hönnuðir eru Stúdíóstúdíó en bókin fékk silfurverðlaun FÍT fyrir bestu kápuhönnun 2024.

Lament For a Horse by Hlynur Pálmason contains 80 photographs depicting a horse carcass breaking down and assimilating into the earth. The work is "a visual lament, a kind of tribute to the Icelandic horse which has played a significant role in the shaping and history of Iceland," as the author puts it. Available in Icelandic and English. The designers are Stúdíóstúdíó, and the book received the FÍT silver award for best cover design in 2024.

Verð 12.900 kr.

Áður 13.764 kr

Uppseld/Sold Out